Christine Nguyen

The Invisible Within

Árið 2015 tók Christine Nguyen þátt í listasmiðjunni Wildfjords Artist Residency, og ferðaðist um leið um Vestfirði. Verkið The Invisible Within er innblásið af sjálfsskoðuninni sem hún fór í á þessu ferðalagi sínu, sem fólst í því að anda að sér fjölbreyttu landslaginu og mynda tengingu við land og sjó. Verk Nguyen tengjast á djúpan hátt náttúru, alheimi og sjó – heimum hins smáa og hins stóra og það hvernig við tengjumst þeim öll.

Christine Nguyen er dýra-, plöntu- og náttúruunnandi sem er fædd og uppalin í California og býr nú í Aurora í Colorado. Hún lauk B.F.A. prófi frá California State University, Long Beach, og M.F.A. prófi frá University of California, Irvine. Sýningar með verkum hennar hafa verið settar upp víða. Verk hennar er hægt að finna í ýmsum söfnum, t.d. J. Paul Getty Museum Department of Photographs, Getty Research Institute, og Armand Hammer Museum í Los Angeles, CA; Burger Collection í Hong Kong; Royal Melbourne Institute of Technology (RMIT) í Hanoi, Vietnam; Long Beach Museum of Art og Kleefeld Contemporary Art Museum í Long Beach, California; Cleveland Clinic í Cleveland, Ohio; og Microsoft Collection.

www.christinenguyen.art

www.instagram.com/seamoonshe


Heinz Kasper

WaterWork 2.1

Í WaterWork 2.1 er brotum vatnaheims umbreytt úr ytra borði til innra borðs. Rúmhrif umkringja áhorfandann og hrífa hann með sér til íhugunar.

Heinz Kasper er ljósamálari, ljósahönnuður og ljósa-dramatúrgur. Fyrir honum er ljósið litur, taktur og form; það er kjarninn, eða grunnurinn, að fjölhliða verkum hans – frá einfaldleika ljósgeislans til margslunginnar blöndu birtu, til útsetninga þar sem ljósinu sjálfu er gefið rödd.

www.heinzkasper.com


Aniara Omann

Merchild

Merchild er röð lítilla skúlptúra úr endurunnu plasti, þara, sílikoni, leir og þæfðri ull. Skúlptúrarnir eru innblásnir af goðsögum um hafmeyjar, og fá á sig mynd fútúrískra sjávarlífvera, sem eru vegna afleiðing hamfarahlýnunar og hækkandi sjávarmáls að þróast „aftur til baka“ í sjávardýr og eru því millistig í þróun á milli manna og dýra. 

Aniara Omann er fædd árið 1987 og ólst upp í Danmörku. Hún býr nú og vinnur í Glasgow í Skotlandi. Hún útskrifaðist frá Funen Art Academy í Danmörku árið 2012 og útskrifaðist með M. F. A. gráðu frá Glasgow School of Art árið 2014. Verk hennar rýna í þemu á borð við gagnatengsl, lífrænt niðurbrot og fútúrisma, og notast á sama tíma við málnotkun og fagurfræði vísindaskáldskapar og fantasíumynda. Hún vinnur með fjölbreytta miðla, þ.á.m. höggmyndalist, hljóð, gjörningalist, innsetningar og ritlist.

www.aniaraomann.com

www.instagram.com/aniaraomann/


Iða Brá Ingadóttir (IS)

VERA

Léttir marglyttulagaðir skúlptúrarnir eru í andstæðu við hráa formgerð og veðraða veggi rýmisins, og leitast við að umbreyta því sem áður var olíutankur í mýkt og heilun. Með hinu grófa hvetur VERA til þess að fólk uppgötvi innri griðarstað, þrátt fyrir erfiðleika eða þjáningar. Umhverfishljóð fylla gamla tankinn, snert dagsljósi, veðri, vindum og rigningunni sem lekur í gegnum þakið, og minna mann á að vera í augnablikinu.


Iða Brá er listamaður og hönnuður, búsett á Íslandi. Hún notast við fjölbreytta miðla, m.a. málun, innsetningar, skrif, gjörninga, myndbandsverk og ljósmyndun, og hefur unnið sem búninga- og leikmyndahönnuður. Vinnan hennar er fjölbreytt og breytist líkt og að horft væri í gegnum kviksjá. Hún notast við lífræn, yfirnátturuleg og kvenleg þemu til þess að skapa tengingu við goðsagnir norrænnar náttúru, samtímis því sem hún vísar í annan heim með lithverfum, litríkum og ljósum litum, eða litaandstæðum. Verk hennar eru glettin og dulúðarfull, en gefa á sama tíma af sér skýrleika sem brýst í gegnum tálmyndir og hávaða yfirborðskennds samfélags.

www.idabra.com

www.instagram.com/idabraingadottir/

www.idabra.com/blog


Simon Lambrey (FR)

The appearance of water
The appearance of water (first moment) 
The appearance of water (second moment) 
The appearance of water (third and last moment) 

Þetta þrískipta verk sýnir þrjár birtingarmyndir vatns, sem hefur verið persónugert í formi mannslíkamans. Birtingin á sér stað fyrir augum fjölda göngufólks, ferðamanna og fólks úr öllum áttum, sem hópast hafa saman á strönd. Áhorfandinn sér verkið frá sjónarhorni mannfjöldans á ströndinni áður en við, sem áhorfandinn, verðum loks hluti fjöldanum. Við erum þannig partur af frásögn verksins.

Ljóðræni textinn sem fylgir teikningunum þremur segir söguna af birtingu vatnsins og hvetur til íhugunar.

Simon Lambrey fæddist í Picardy í Frakklandi árið 1975. Hann vann fyrir sér sem fyrirsæta og myndhöggvari við the School of Fine Arts í Beauvais og hóf síðan nám við Ecole Normale Supérieure de Lyon árið 1995. Árið 2005 lauk hann doktorsprófi í vitsmunavísindum, með sérhæfingu í skynjunum á rými. Hann hélt áfram listsköpun á meðan námi stóð og tók þátt í nokkrum hópsýningum. Árið 2012 ákvað hann að segja skilið við vísindaheiminn og einbeita sér að því að nota plast til þess að skapa sjónræn listaverk og skúlptúra. Lambrey býr nú og starfar í París.

www.simonlambrey.com

www.instagram.com/simonlambrey


Heidi Zenisek (US)

There & Here 

Íslenskt landslag bíður upp á augnablik þar sem bæði er að finna ráðandi stöðugleika og hverfulan skammleika. Tvílitu súlurnar eru í samhljómi við þennan einstaka eiginleika. Þær tæla okkur til sín með gliti og spila á eðlishvötina sem laðar okkur að tindrandi vatnsyfirborði. Þær eru hið ónáttúrulega í gervi hins náttúrulega. Viðkvæm filman er í andstæðu við byggingarstíl Verksmiðjunnar, líkt og samspil á milli fjalls og fjöru, himins og jarðar. Er það hluti af byggingunni eða skreyting, súla eða kristall, spegilmynd eða segulljós. Steinsteypa verksmiðjunnar gefur í skyn varanleika á meðan loftkenndar súlurnar eru til í kyrrstöðunni á milli tveggja staða.Vofa sem svífur á milli tveggja vettvanga, tíma, vídda, landa, There & Here er hvorki þar né hér. Eða bæði hér og þar.

Heidi Zenisek, sem lítur á sig sem “Midwestern Heifer”, fæddist í hlöðu til hógværra bænda, innan um skít, korn, kýr og ryð. Hún ólst upp í nálægi við duttlunga og grimmd náttúrunnar, og verk hennar sýni ekki náttúruna þá eru þau komin af henni, endurmóta skilning okkar á svæði og fella saman fjarlægðina sem ríkir á milli lífs og dauða. Hún notast við það sem við vitum ekki og getum ekki séð og gerir tilraunir með skilningarvitin – að horfa og að sjá, að heyra og að hlusta, að veita athygli og að vera meðvitaður, og skoðar það sem liggur þar á milli. Zenisek er með B.F.A. gráðu frá University of Iowa og M.F.A. gráðu frá University of Maryland.

www.heidizenisek.com

www.instagram.com/theheidz/


Halla Birgisdóttir (IS)

Djúpavík

Djúpavík er myndljóð sem fjallar um hvernig ákveðinn staður getur virkjað skynjun manneskju á tímanum. Verkið er samspil texta og blýantsteikninga sem fjalla um fortíð, nútíð og framtíð.

Halla Birgisdóttir myndskáld er búsett í Reykjavík og hefur sýnt víða um land. Hún notar teikningar og texta til þess að skapa brotakennd frásagnarrými sem birtast áhorfendum m.a. sem innsetningar, bókverk og veggteikningar.

www.hallabirgisdottir.org

www.instagram.com/hallamyndskald


Melkorka Þorkelsdóttir (IS)

the world is my bioluminescent and therefore plantbased oysterthe world is my bioluminescent and therefore plantbased oyster

the world is my bioluminescent and therefore plantbased oyster er röð málverka og skúlptúra, innblásin af orðatiltæki sem eignað hefur verið Shakespeare; „Heimurinn er þín ostra.” Listamaðurinn tilheyrir Z-kynslóðinni, og skoðar hér á glettnislegan hátt ríkjandi viðhorf í orðræðu eldri kynslóða um Z-kynslóðina sem sjálfhverfa tæknifíkla sem skeyti engu um hefðir. Mellí heillast af öllu því sem er í smækkaðri mynd og hefur hér skapað ímyndaðan Polly Pocket smáheim með ostrulaga skúlptúrum sínum í pastellituðum fantasíuheimi.

Mellí (Melkorka Þorkelsdóttir) er sjónlistamaður sem býr og starfar í Reykjavík, Hún hélt nýlega sýningu Hýsill (2020) í Hannesarholti, Mint Foil (2019) í Flæði Gallery, QR QT (2019) í Bismút og Bótaník (2919), sem partur af listahátíðinni Sequences. Mellí er meðlimur í Félagi hinna málandi kvenna, og fléttar handgerðum epoxý og gler skúlptúrum saman við litrík abstrakt málverk. Hún er undir miklum áhrifum frá hinsegin fagurfræði—eins og sjá má af regnbogalitunum og litaskiptum í litapallettu hennar — og vinnur einkum með holografíska liti og ljómaróf, sem skapa blöndu af abstrakt rúmfræði og listrænni steindafræði.

www.instagram.com/plexiprismi/

www.facebook.com/plexiprismi/


Björn Hugason (IS)
Christalena Hughmanick (US)

Pilgrimage

Pilgrimage lætur sig nálægðina varða — návist mætir fjarvist. Jarðvegur og rigning umbreyta ytri flíkum með tíma og hreyfingu. Yfirbreiðslur eru búnar til með því að handsauma þæfða íslenska ull sem er svo lituð með náttúrulegum aðferðum yfir fimm daga göngu. Markmið verksins er að hjálpa áhorfandanum að uppgötva aftur týnd skilningarvit í gegnum sjónræna nánd og fagurfræði pílagrímsferðarinnar.

Björn Hugason er íslenskur hönnuður búsettur í Reykjavík. Hann lærði tískuhönnun á Ítalíu og þróaði seinna hæfileika sína við handverkstískumerkið Deepti Barth í Berlín. Verk hans rannsaka framvindu tímans, en til þess notast hann við náttúrulegar litunaraðferðir og hæga öldrun litatóna og áferðar vefnaðar. Verk hans skoða ófullkomleika yfirborðs og rýna í samspil fortíðar og nútíðar. Árið 2022 kom Björn með fyrstu tískulínu sína. Línan er hans eigið handverk þar sem hann gerir tilraunir með ný form með því að notast við margþætta áferð, sem náð er fram með því að nota fornar litunaraðferðir og antík- eða deadstock efni.

www.instagram.com/b10o18n/

Christalena Hughmanick (f. Lancaster, Pennsylvania) er listamaður og kennari. Vinna hennar snýr að tengslin á milli handavinnu og vinnu, og söguleg afköst slíkrar vinnu. Hún hefur haldið sýningar víða um heim, og hefur tekið þátt í listasmiðjum við the American Academy í Rome, SÍM Reykjavík, the Moholy-Nagy Művészeti Egyetem í Búdapest, og Wedge Projects í Chicago. Hún hefur hlotið styrk frá Fulbright Foundation, U.S. Department of State, Grainger, og the Lenore Tawney Foundation Scholarship o. fl. Hún er með M.F.A. gráðu frá tthe School of the Art Institute of Chicago.

www.christalenahughmanick.com

www.instagram.com/christalena_hughmanick


Alexis Brancaz (FR)

Bee fly and deal with flowers.

Verkefnið veltir upp þeim möguleikum sem yfirgefið húsnæði býður upp á, þar sem allar sviðsmyndir eru hugsanlegar. Það sýnir fram á skilgreiningu nútímans: muninn, myndina eða umhverfið sem tíma samandreginn í rými.

Ætlunin er ekki að búa til nýtt form, heldur skoða þær aðstæður og móttökur sem núverandi form skapa. Það gæti komið í ljós að það að spyrja sig hvernig sé væri að nýta þau mannvirkjum sem þegar hafa verið reist geti verið meira gefandi en það að sjá sig aðeins fyrir sér í nýjum frásögnum og flýja á braut nýjunganna. Bee fly and deal with flowers skapar rými á milli raunveruleikans og ímyndunar, teygir skáldskap inn í raunveruleikann og víkkar á sama tíma út hugmyndir um rými.


Alexis Brancaz er margmiðlunarlistamaður frá Frakklandi. Hann er með B.A. gráðu frá Royal Academy of Art í Antwerpen í Belgíu. Hann hefur áhuga á frásögnum og vangaveltum, og einnig þýðingum og grannfræði (muna en einkum tungumála). Hann vinnur nú að verkum sem fela í sér taugahegðun leiðsagnar og skoðar það hvernig við ferðum yfir myndir, svæði og það sem er inn á milli.


Kate Robinson (US)

Untitled

Þegar síldin hvarf á 6. áratugnum var Verksmiðjunni lokað – afleiðing þess að menn reyndu að ráða yfir náttúrunni og vistkerfum hennar. Nú stendur Verksmiðjan sem minnismerki um mikilvægi þess að koma fram við staði og umhverfi af virðingu og blíðu. Umhirða rýmis er siður sem felur í sér umönnun, seiglu, samfélag og tengingu við jörðina. Þessar áherslur eru mjög nálægar þeim sem vinna í þessari byggingu, sem er í stöðugu ferli viðgerða. Verksmiðjan er bútasaumsverk, búið til úr reddingum í gegnum árin.

„Ég hef búið til augnablik sem hanga í jafnvægi, með aðstoð lóða og grjótmulnings úr byggingunni. Með því að notast við gömul veiðarfæri leitast ég við að “laga”, bæta og annast rýmið. Með því að festa og þyngja munina komast þeir í jafnvægi, sem er þó viðkvæmt.“

Kate skapar allt það sem er í jafnvægi. Hún er innsetningalistamaður og listmálari í bata. Hún útskrifaðist með M.F.A. próf frá North Carolina í Greensboro. Hún er nú búsett í North Carolina og kennir við UNCG. Verk hennar hafa verið sýnd víða í Bandaríkjunum og hún hefur að auki tekið þátt í fjölda listasmiðja, núna síðast Stove Works í Tennessee. 

www.katerobinsonart.com

www.instagram.com/katelittletonrob/


Sarah Finkle (US)

Moments / Movements

Það sem einkennir verk Sarah Finkle er að skilja samband líkama og rýmis í gegnum textíll. Hún notar sýningarrýmið og efnið sem miðil, sem skapar nýjar leiðir til að skilja hvernig við hreyfum okkur í gegnum rýmið. Það skapar náið samband, rýmið hefur áhrif á verkið og verkið hefur áhrif á rýmið. Moments / Movements faðmar verksmiðjunna, vefur textíll inn í, gegnum, og í kring til að búa til nýjar brautir, nýjar leiðir og hátterni fyrir áhorfandan til að upplifa. 

Sara Finkel er textíl-listamaður, búsett í New York. Hún er með BA gráðu í stúdíó list með fókus á textíl og skúlptúr frá háskólanum í Skidmore. Um þessar mundir er hún í MA námi við Listaháskóla Íslands í myndlist. Verk hennar hafa verið sýnd í New York og erlendis. Hún hefur einnig prófað sig áfram í leikmyndahönnun, þar hefur hún búið til gagnvirkar fíber-innsetningar fyrir leikhús- og danssýningar, þar má nefna The Shapes We Make with Our Bodies (2017), Ghost Women (2018), and You Sound Like a Girl (2018-2019). Hennar verk eru óþrjótandi leit af rými, efni og líkama. Hvernig líkama okkar líður, bregst við og fæst við rými og þá linnulausu áskorun að gera þessar tilfinningar áþreifanlegar.

www.sarahfinkle.com
www.instagram.com/sarahsaritfinkle/