Við erum með 4 flott fjallahjól til leigu á svæðinu. Það er ofsalega gaman að fara um malarvegina á hjóli og komast nær náttúrunni. Það er gamall vegur fyrir ofan þorpið sem er hægt að hjóla eftir og njóta náttúrufegurðarinnar sem umlykur fjörðinn.

Verð:

Hálfur dagur (4 tímar) – 2.500 kr,

Heill dagur (8 tímar) – 4.000 kr.

Ef fleiri en eitt hjól eru leigð er 20% afsláttur af hjólunum.