Kynjalegar gáttir
Verið velkomin á sýninguna The Factory – Kynjalegar gáttir, sem stendur yfir frá 10. júní til 15. september, 2023, í gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpavík.

Opið daglega 10.00 -18.00
Aðgangur ókeypis

Áttunda útgáfan af The Factory, Kynjalegar gáttir, endurómar leiðina í gegnum gap, tíma og heima. Með orðið „heiðni“ að leiðarljósi hafa listamennirnir 13 skapað næmar innsetningar sem rísa sjálfstæðar en um leið samsvarast —næstum trúarlega— í undarlegri nánd við veðraða steypuna. Það er huggun í þessum dulrænu aðstæðum: um leið og við ferðumst á milli verka sem eiga rætur í trumbuslætti seiðmanna, höfuðkúpu villisvíns, og norrænni goðafræði, þá erum við minnt á að lífið er aldrei línulegt. Lífið er fléttað saman af óreiðu, guðdómleika, grjóti, plöntum, dýrum, rotnun, vexti, og fæðingu. Með þessa mynd í huga,
staldrið við, og sjáið fyrir ykkur fjölgyðis átrúnað heiðninnar og sýn hennar á samgildingu manna og náttúru sem undirstöðu sýningarinnar.

Listaverkin eru staðsett: Mjölganginum, Lagernum, Færibandsganginum, Lýsistanknum og utandyra, hinum megin við brúna.

Listamenn:
Alda Ægisdóttir (IS)
Clara Holt (IT)
Ferrelyte (Kamile Pikelyte og Victoria Björk Ferrell) (LI / IS)
Florence Giroux Gravel (CA)
Gudrita Lape (IS)
Heimir Hlöðversson (IS)
Jana Rinchenbachová (CZ)
Jette Dalsgaard (DK)
Linnéa Falck (SE)
Maria-Carmela Raso (CA)
Nína Óskarsdóttir (IS)
Sofie Hermansen Eriksdatter (DK)

Haldið af Hótel Djúpavík
Sýningarstjórn: Emilie Dalum
Styrktaraðilar: Hótel Djúpavík, Vestfjarðastofa / Sóknaráætlun Vestfjarða og Orkubú Vestfjarða.

instagram.com/djupavikart/
facebook.com/thefactorydjupavik/

Takk: Hótel Djúpavík, allir listamenn, Björgvin Agnarsson, Camilla Cerioni, Daria Testoedova, Gabe Dunsmith, Iða Brá Ingadóttir, Listaháskóli Íslands og Þórunn Þorsteinsdóttir.

Hafa samband: emilie@thefactory.is

THE FACTORY
The Factory er árleg hópsýning í yfirgefnu síldarverksmiðjunni í Djúpavík á Ströndum. Með því að sameina staðbundna list, innsetningar og hljóð, brúar The Factory bilið á milli horfins sjávarútvegs og samtímalistar. Íslenskir og alþjóðlegir listamenn, hvort sem er upprennandi eða reynslumiklir, taka þátt. Öll verkin eru innblásin af persónulegum áhrifum af Íslandi, sem (endur)skapa rými í samtali og andstöðu við umhverfið í Djúpavík.
Á hverju ári er nýtt undirþema kynnt til sögunnar. Aðalmarkmið sýningarinnar er að móta vettvang skynjunar þar sem fortíð og nútíð mætast—stað til að anda og leyfa sér að vera til.