Í þessari þverfaglegu sýningu sameinar The Factory fjölbreyttan hóp sjónlistamanna meðal annars á sviði textíls, höggmynda, myndbandslistar, hljóðlistar, myndlistar, ljósmynda, innsetninga ofl. Þessi nálgun skapar fjölbreytta og öfluga sýningu, sem nær til breiðs hóps gesta.

Ætlunin er að (endur)skapa The Factory, yfirgripsmikla listasýningu í hinu afskekkta þorpi Djúpavík. Með því að tengja saman horfinn sjávarútveg og samtímalist mun gamla síldarverksmiðjan í Djúpavík fá aðlaðandi og nútímalegri blæ og persónugerast í löngu liðnum tíma fólksins sem lifði þar og starfaði. Listaverkin vísa til rýmisins og skynjunar á umhverfinu í Djúpavík og á Íslandi í heild sinni og leitast við að skapa rými fyrir andstæður, fortíð og nútíð – stað til að anda og leyfa sér að vera til.

Undirheimar vatnsins

Vatnið í okkar skilningi: Hafið, fossinn, regndroparnir, vatnaniðurinn, rakinn, snjórinn. Það má finna allar þessar birtingamyndir vatns inní og í kringum gömlu síldarverskmiðjuna í Djúpavík. Það safnast fyrir í jarðveginum undir okkur, seytlar niður veggi og liggur ofan á þakinu. Ímyndaðu þér núna, sama vatnið undir hvaða yfirborði sem er, sama vatnið og er inní líkama þínum. Á ferðalagi sínu tekur vatnið stöðugum breytingum, það myndar nýjar samsetningar með aðra þýðingu. Efnisþættir vatns. Hvað hafa þeir að geyma? Hvert fara þeir í raun og veru?

Með þemanu vatn og haf, dregur sjöunda sýning The Factory að sér mennskar og ómennskar verur sem lifa bæði ofan og neðan sjávar. Listaverkin eru túlkuð á vatnskenndan og glitrandi hátt – umvafin þunglamalegri og myrkri steypu verksmiðjunarinnar.

 
Frá 11. júní til 11. september, 2022
Opið daglega 10:00-18:00 
Aðgangur ókeypis

Haldið af Hótel Djúpavík
Sýningarstjóri – Emilie Dalum
Hafa samband – emilie@thefactory.is
Listamenn: 
Aniara Omann (DK)
Alexis Brancaz (FR)
Björn Jónsson (IS) 
Christalena Hughmanick (US)
Christine Nguyen (US)
Halla Birgisdóttir (IS)
Heidi Zenisek (US)
Heinz Kasper (AT)
Iða Brá Ingadóttir (IS)
Kate Robinson (US)
Melkorka Þorkelsdóttir (IS)
Sarah Finkle (US)
Simon Lambrey (FR) 
Smellið hér til að fá meiri upplýsingar um listamennina.
Styrktaraðilar: Hótel Djúpavík, Vestfjarðastofa, Sóknaráætlun Vestfjarða og Byggðastofnun.