Árið 1985 fluttu hjónin Eva Sigurbjörnsdóttir og Ásbjörn Þorgilsson ásamt þremur börnum sínum til Djúpavíkur. Þau sáu að talsvert var um ferðafólk á svæðinu og fengu þau því þá hugmynd að opna hótel. Hófust þau því fljótlega handa við að gera upp gamla „kvennabraggann“ og breyta honum í hótel. Það gekk ekki átakalaust en þrautseigjan og viljinn hélt þeim gangandi.
Það sem hefur einkennt hótelið öll þess ár er hlýja og virðing fyrir „gamla tímanum“ Hafa þau hjón ávallt lagt mikla áherslu á að halda í gömlu gildin.
Á hverju ári fáum við ný andlit í hóp starfsfólksins og hefur þetta fólk átt sinn þátt í að hjálpa hótelinu að vaxa og dafna í gegnum öll þess ár og er Hótelið óendanlega þakklátt fyrir þeirra framlag og að kynnast þessu fólki.
Óhætt er að segja að „Gamla síldarverksmiðjan“ sé hjarta Djúpavíkur. Og hefur fjölskyldan lagt ómælda vinnu í það að reyna bjarga því húsi alveg frá byrjun.