Karni Arieli and Saul Freed
(UK)

Villt Köllun

Myndband, 16×9

Teiknimyndir, leikið efni
Talsett af Marianne Faithfull

2023

Í Þessari náttúrusögu-fantasíumynd er fylgt eftir stormasömu lífi villts lax í mannslíki. Villt köllun býr til sterk tengsl milli náttúrunnar og mannfólksins með því að ýta undir samhug og umhyggju fyrir náttúrunni og hverju öðru. Talsetning Marianne Faithfull, sem er þekkt ensk rokksöngkona, gefur myndinni kraft og ástríðu. Villt köllun var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2023 og var tilnefnd til BAFTA-verðlaunanna árið 2024.

“Við gerðum myndina sem leikstjóratvíeyki með fjölskyldu,” segja leikstjórarnir Karni Arieli and Saul Freed. “Þetta var epískt ævintýri sem samanstóð af tveimur árum af myndatökum í íslenskum ám.”

“Villt köllun er ljóð okkar um jörðina og mannkynið, samið til barnanna okkar,” halda þau áfram. “Þetta hefur verið þeysireið! Vertu fiskur!”

//

Tvíeykið Karni Arieli og Saul Freed (f. 1974 og 1975) eru listamannapar frá Bristol á Englandi sem hafa hlotið tilnefningar til BAFTA-verðlaunanna fyrir verk sín. Þau búa til kvikmyndir, auglýsingar og tónlistarmyndbönd með blönduðum miðlum. “Frjálslegar fantasíur“ þeirra blanda saman fallegu myndefni, teiknimyndum og galdraívafi. Árið 2010 sýndu Karni og Saul stuttmyndina Turning fyrir BBC, og fengu þau tilnefningu til BAFTA-verðlaunanna fyrir hana. Önnur stuttmynd þeirra, Flytopia, var búin til fyrir sjónvarpsstöðina Film4. Myndir þeirra hafa unnið til fjölda verðlauna, þar á meðal á Annecy, the British Animation Award og the Clermont-Ferrand Festival.


sulkybunny.com

@karni_and_saul


Raimonda Sereikaite-Kiziria (LI/IS)

Vindhraði. II

Ryðfrítt stál, ryðfrítt reipi, gervisilki

U.þ.b. 300 x 150 cm

2022, 2024

Vindhraði er tímabundin, staðbundin innsetning sem flæðir í gegnum íslenskt landslag. Verkið var upprunalega hluti af Sculpture Walk Hólmavík árið 2022. Stöðugar vindhviður móta efnið og skapa síbreytileg form sem varpa skuggamyndum á umhverfið. Þó vindurinn sé ósýnilegur þá finnastog sjást áhrif hans og  í öldum hafsins og skýjabólstrum sem færast um himinn. Innsetningin verkar sem boðleið fyrir þetta frumafl. Í henni felst kjarni náttúruaflanna, þar sem jörð, himinn og haf renna saman í faðmi vindsins.

Innsetningin grípur sýningargesti með sínum sterku andstæðum og óvenjulegu litbrigðum, sem blandast óaðfinnanlega við umhverfið. Kraftmiklar hreyfingar hennar hvetja til íhugunar um umsköpun og tengsl mannsins við náttúruna. 

//

Raimonda Sereikaite-Kiziria (f. 1989) er litháenskur listamaður sem býr nú í Hólmavík. Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í hópsýningum hér á landi, í Hollandi, Litháen, Georgíu, á Ítalíu og víðar. Verk hennar rannsaka innra líf nútímamannsins, skoða blæbrigðaríkar aðstæður og áhrif fjölbreyttra félagslegra og menningarlegra þátta. Hún fær innblástur sinn úr náttúrunni og byggingarlist þéttbýlisins. Með því að brjóta niður listastefnur á borð við barokk, módernisma og popplist og endurtúlka þær, skapar hún líflegar og sjálfstæðar innsetningar sem einkennast af stærð þeirra og óhlutstæðu.

raimondasereikaite.com

@sereikaiteraimonda


Kathy Clark (US/IS)

An Extra Miracle, Extra and Ordinary 

Leir, málmur, viður, ljósmyndir, efni, rafbúnaður

Ýmsar stærðir, 5 x 7 m

2024

An Extra Miracle, Extra and Ordinary vekur upp anda þeirra kvenna sem unnu í síldarverksmiðjunni í Djúpavík, og skoðar þrautseigju þeirra í gegnum það líkamlega erfiði sem felst í því að vinna með höndunum. Verkið kallar fram drauma kvennanna í einskonar fantasíuheimi – friðsælu, endurspeglandi rými þar sem vatn flæðir og ljós glitrar innan um töfrandi flóru, í andstöðu eru myndir af konunum, sterku höndunum þeirra, burstunum og fötunum, sem verka sem draugalegar áminningar.

Titill verksins er tekinn úr ljóðinu „Miracle Fair,” eftir Wislawa Szymborska. Hún kveður (þýtt úr pólsku yfir á ensku): 

A commonplace miracle: that so many commonplace miracles happen…

A miracle, just take a look around the inescapable earth.

An extra miracle, extra and ordinary: the unthinkable can be thought.

//

Kathy Clark (f. 1957) er bandarískur og íslenskur listamaður sem býr hér á landi. Hún notar handgerða skúlptúra, efni, leirmuni, blandaða miðla og gamlar ljósmyndir til þess að kalla fram sögu einstaklingsins. Staðbundin verk hennar búa til yfirnáttúrulega staði sem afhjúpa drauma og koma áhorfandanum í samband við náttúruheiminn. „Við erum orka, og sömuleiðis allt umhverfis okkur, allt lifandi er orka,” segir hún „Ég er að reyna að vaxa inn í aðra heima í gegnum verur mínar og anda, og með því að segja fjölbreyttar sögur sem tengja okkur,”

Verk hennnar hafa verið sýnd hér á landi og í Bandaríkjunum. Fyrsta stóra einkasýning hennar á Íslandi, bears; truths… var sýnd í Listasafni Reykjavíkur árið 2015. Hún stofnaði og stýrði Veður og Vindur/the Wind and Weather Gallery í Reykjavík frá 2012 og fram að lokun þess árið 2020.

kathyclark.is

@kathyjuneclark


Penelope Payne (UK)

Sjóndeildarhringir

Klæði, bómullartvinni, tjara, kvikmynd
Ýmsar stærðir

Upptökur og framleiðsla í umsjón Up Studios London, Craig Wilkinson og Kate Bowen

Tónlist: Reminiscing eftir Yehezkel Raz 

2022

Á heiðskírum sunnudagsmorgni í febrúar árið 2022 byrgði hópur af 61 konu fyrir sjóndeildarhringinn við Cullercoats Bay á Englandi með handsaumuðum borðum. Borðarnir, sem voru vandvirknislega saumaðir af hópi kvenna, tákna fellingar í pilsum fiskikvenna í Cullercoats á 19. öld. Borðarnir eru tjörumálaðir á röngunni til þess að loka saumunum, og vernda þannig frásagnir kvenna.

Myndin og innsetningin Sjóndeildarhringir tengja saman fiskikonurnar í Cullercoats og síldarverkakonurnar á Íslandi, draga þráð á milli landanna tveggja og sögu kvennanna. Saumarnir á borðunum tákna sérstöðu hverrar saumakonu. Áhorfandinn þræðir sig eftir ganginum, á milli borðanna, og kemur að lokum að myndbandsupptöku af gjörningnum í Cullercoats Bay. Samskonar kvikmynd, sem tekin verður upp á Íslandi, mun loka þessari rannsókn á tengslum hvors landsins fyrir sig við fiskvinnslu út frá kvenkyns sjónarhorni.

Penelope Payne (f. 1968) er með vinnustofu í Cullercoats á norðausturströnd Englands, og vinnur þar að staðbundnum innsetningum með skúlptúrum og gjörningum með áherslu á óskráða sögu vinnandi kvenna. Verk hennar skoða þögla, lagskipta efnissemi, og skoða tímann í gegnum hið hversdagslega. Payne var í mánuð á Siglufirði árið 2023 og vann þar að því að tengja sögur síldarverkakvenna á Siglufirði saman við sögur kvenna frá Bretlandi. Ljósmyndir af gjörningi hennar á íslenskri strönd verða sýndar í Cheesburn Sculpture Park UK sumarið 2024. Hún vinnur nú sem sýningarstjóri Middlesbrough Art Week, North East Open Call.

penelopepayne.co.uk

@Payne.penelope


Wanxin Qu (CH)

ÖSKRAÐ
Plast
Ýmsar stærðir, 200 x 110 x 90 cm

2024

Skúlptúrinn ÖSKRAÐ sýnir það ófremdarástand sem plastúrgangur hefur skapað og hvernig yfirvofandi umhverfisáhrif hans hafa skapað nýja goðsögn. Fyrri kynslóðir óttuðust hið óþekkta sem gæti leynst á hafsbotni, en ótti nútímamannsins beinist að því sem er vitað, að plastinu sem leynist undir yfirborði sjávar. Út frá þessari ógn hefur ný skepna fæðst.

Vatn, sem táknar bæði búsvæði verunnar og grunnþörf mannsins, er táknað með plastflöskunum sem listamaðurinn hefur safnað, brætt niður og mótað á ný. Á sama tíma verður gamli olíutankurinn að heimili skepnunnar, þykkir veggirnir, hriplekt þakið og óþægilega bergmálið eru lífsbjörg hennar eða fangelsi.

Wanxin Qu (f. 1993) útskrifaðist með BA-gráðu í búningahönnun frá University of the Arts London árið 2017 og hefur unnið að fjölbreyttum verkefnum sem búningahönnuður, högglistamaður og dúkkuhönnuður. Verk hennar notast við fjölbreytta miðla, svo sem teikningar, innsetningar, skúlptúra, stopmotion tækni, hljóðinnsetningar, tónlist og sviðslistir. Hún stundar nú MA-nám í myndlist við Listaháskóla Íslands. 

@wanxin.qu


Jonna Jónborg Sigurðardóttir (IS)

Undir yfirborðinu 

Textíll, afgangsgarn

180 x 130 cm 

2024

Verkið Undir yfirborðinu er textílverk þar sem garnafgangar eru vafðir í lengjur og krúsindúllur og hver spotti notaður. Þetta eru allt garnafgangar sem konur hafa verið að koma með til listamannsins á vinnustofuna. Stundum fullar ferðatöskur af garnafgöngum. Nýtni, staður og handverk koma saman og skapa hulu sem àhorfandinn fer inn í og nýtur kyrrðar.

Jonna Jónborg Sigurðardóttir (f. 1966) útskrifaðist frá málunardeild Myndlistaskólans á Akureyri árið 1995 og frá København Mode Design í Kaupmannahöfn árið 2011. Jonna hefur bæði tekið þátt í fjölda hópsýninga og haldið nokkrar einkasýningar. Sýning hennar, Sjúkdómar, var sýnd í Listasafninu á Akureyri árið 2019 og Listasafni Íslands árin 2020-2021. Verk Jonnu eru fjölbreytt og hún notast við ýmsa listmiðla. Hún notast oft við endurunnin efni og verk hennar snerta á málefnum samfélagsins.

facebook.com/jonborg


Nikki Ummel (US)

The Past Flashes Its Fleeced Belly // The Future Rams Its Horns 

Ljóð 

2024

Ég heimsótti Djúpavík í september árið 2022. Þann dag glitti varla í sólu. Ég var ein á ferð, eins og ég hafði verið í tvær vikur á undan. Það var bara ég, bílaleigubíllinn minn og tjaldbúnaður. Þegar ég fann The Factory var eins og galleríið hafi verið sett þar niður fyrir þetta augnablik, fyrir mig til þess að ramba á í einsemd minni. Ég færðist úr stað. Ég var til utan tímans. Ég var á réttum stað á réttum tíma til þess að upplifa þessa réttu tilfinningu. Ég samdi ljóð um upplifun mína, sem var birt í tímariti, sem var lesið af Íslendingi, sem kom mér í samband við listamanninn, svo, ári síðar, var annar sem tengdi mig við The Factory. Hversu rétt, að tengjast á slíkan hátt. Hversu yfirnáttúrulegt. Í listinni erum við aldrei ein. 

–Nikki Ummel

Nikki Ummel (f. 1990) er hinseginn listamaður sem býr í New Orleans. Skrif hennar fjalla um samband líkamans við náttúruna, fjölskyldu hennar og tengingu hennar við kvenleikann. Hún kom fyrst til Íslands árið 2022, og markaðist það ferðalag hennar af togstreitu á milli hverfulleikans og eilífðarinnar. Nikki rekur nú LMNL, stofnun sem vinnur að því að aðstoða listamenn við að sækja gestavinnustofur og nýta sér önnur tækifæri. Hún á tvö ljóðasöfn, Hush og Bayou Sonata. 

nikkiummel.com

@NikkiUmmelWrites


Kadri Liis Rääk (EST)

Bæli

Fundið timbur, svampur, bast (jute), gerviefni, sjávargras, viðartrefjar, náttúrulegt gúmmí, Djúpavík þang, vírnet, ull  

​​Staðbundin innsetning, ýmsar stærðir

2024

Þetta bæli er almenningsrými með nokkrum inngönguleiðum og mismunandi sjónarhornum. Þetta er hugarástand, lifandi og breytileg lífvera, vistkerfi sem bæði sýnir og hylur hluta af sér. Með því að flétta saman efnivið úr verksmiðjunni við það sem listakonan kom með, verður bælið að griðarstað persónugervingar, þar sem tilveran er samtvinnuð snertingu. Líkaminn, þakinn veikburða himnu, er viðkvæmur og tekur hröðum breytingum af völdum ytri afla. Áhorfandinn getur, á meðan verkið er skoðað, spurt sig „Hvernig myndi þroski og lífshlaup rýmisins líta út, og hvernig bregðast ólík efni hvort við öðru?”

Taktu þér þann tíma sem þú þarft: bælið á að upplifa í rólegheitum.

Kadri Liis Rääk (f.1990) er þverfaglegur listamaður sem vinnur með innsetningar, teikningar, texta og gjörninga, og hvetur til dýpri skoðunar á skynjunum skilningarvitanna. Hún tvinnar saman aðferðum sviðsmynda- og getgátuhönnunar til þess að skapa fjölþættar, gagntakandi upplifanir. Verk hennar eiga rætur sínar í vistfræðilegum tengslum manna við það sem ekki er mannlegt, miðlað í gegnum táknrænar frásagnir. 

Hún hefur tekið þátt í sýningum og gestavinnustofum í Perú, Tékklandi, Belgíu, Danmörku, Íslandi og á Eistlandi. Hún hefur verið í doktorsnámi við Estonian Academy of Arts síðan 2022, og vinnur þar að rannsóknum um snertingu og líkamlega skynjun með því að skoða það hvernig snerting hefur áhrif á upplifanir og orðræðu um listaverk.

kadriraak.com

@kadriraak


Laurita Siles (Basque Country)
Með Elías Knörr (IS) og Edurne González Ibáñez (Baskaland)

Hamur Berokia 

Ull, ullarefni, bómullarefni, viðarbjálki

U.þ.b. 100 x 250 cm 

2024

Hamur Berokia skoðar söguleg tengsl baskneskra hvalveiða við evrópska textílframleiðslu, þar sem lýsissápa frá Baskalandi var notuð við vinnslu á ull á 16. öld. “Hamur” þýðir húð, en felur líka í sér ummyndun og gleði. “Beroki” þýðir kápa á basknesku, og kemur líka frá orðinu “bero” sem þýðir hlýja. Verkið tekur á sig form kápu sem er búin til úr baskneskri ull. Kápan, sem hefur verið hönnuð í líki hvalsporðs, táknar menningarleg tengsl Baskalands og Íslands. Á kápunni, sem hangir til sýnis á viðarbjálka sem líkist skutli, er útsaumað ljóð á basknesk-íslensku blendingsmáli sem kallast pidgin, sem samið var í samvinnu við íslensk og basknesk ljóðskáld. Pidgin er einfaldað tungumál skapað og notað af íslendingum og baskneskum hvalveiðimönnum á 17. öld. Heilt yfir hvetur verkið áhorfendur til íhugunar um tengsl mannkyns við náttúru og sögu. 


Lista- og fræðimaðurinn Laurita Siles (f. 1981 í Marbella) útskrifaðist með doktorspróf frá University of the Basque Country árið 2017. Hún býr í Karrantza, Bizkaia, og er einn stofnenda Mutur Beltz verkefnisins, sem snýst um að vernda sjaldgæfa baskneska sauðfjártegund. Hún er með bakgrunn í myndlist og hefur tekið þátt í fjölda gestavinnustofa og sýninga, þar sem hún hefur lagt áherslu á umhverfismál og menningarlega sjálfsmynd. Verk hennar endurspegla áherslu hennar á sjálfbærni og rannsóknir á sviði menningar. Árið 2014 tók Siles þátt í gestavinnustofunni Gullkistu og árið 2002 var hún í Erasmus skiptinámi við Listaháskóla Íslands. 

folklorenomada.com

@lauritasilesceballos

@mutur_beltz


Katrín Þorvaldsdóttir (IS)

Göfgi

Þari, börkur, skeljar, hvalskíði, stál, grjót, efni

Innsetning, 5 x 5 m

2024

Ég vil minna okkur á hættuna sem felst í því að vera skeytingarlaus gagnvart lífinu – ekki bara gagnvart okkur sjálfum heldur öllu samferðafólki okkar og jörðinni sjálfri. Heiðrum fegurð lífsins með því að leggja okkur fram við að hlusta eftir kliðnum í loftinu og sjá leyndardóminn sem lífið er. Verum í núinu til þess að gefa okkur tækifæri til þess að móta framtíðina. Leyfum okkar að vaxa inn í framtíð ríka af örlæti – inn í það að verða fegurðin sjálf. Leyfum okkur að vera samhljóma um hluti lífsins og þróa samtímis sérstöðu okkar, því einstök laglína verður aðeins metin mikils þegar hún fléttast inn í heildina. Leyfum okkar að vakna inn í það að skynja eininguna.

–Katrín Þorvaldsdóttir


Katrín Þorvaldsdóttir (f. 1949) hefur frá upphafi sem forvitið barn á Íslandi verið heilluð af lifandi vistkerfum. Allan hennar listamannsferil, á spáni, á ferð um heiminn, sem brúðugerðarmaður, grímugerðarmaður, búningahönnuður og sviðsmyndahönnuður, hefur hún átt í samskiptum við náttúruna í gegnum alls kyns náttúruleg efni, einna helst þara úr sjó við strendur Íslands. Í meira en tvo áratugi hefur Katrín stundað rannsóknir og prófað sig áfram með bestu aðferðir til þess að varðveita þara til notkunar í listsköpun og hönnun. Hún kemur fram við hvern þöngulhaus sem lifandi hluta náttúrunnar, og þessi virðing einkennir sömuleiðis viðhorf hennar til lífsins.