
Krossneslaug
Þegar ekið er eftir veginum norður fyrir Norðurfjörð er komið að sundlauginni í landi Krossness. Sundlaug þessi er einstök, bæði hvað varðar heita vatnið sem kemur úr hverum ofan í hlíðinni og hvað varðar staðsetningu. Hún er staðsett niðri í fjöru og útsýnið getur verið stórkostlegt þegar sólin er að setjast um miðnættið og oft má sjá seli að leik rétt fyrir utan.