


Álfasteinn
Sumarhúsið okkar, Álfasteinn, er fyrir aftan gömlu síldarverksmiðjuna, rétt fyrir neðan Djúpavíkurfoss. Það er frábært fyrir fjölskyldur eða litla hópa, allt að 7 manns, sem óska þess að vera meira út af fyrir sig. Í Álfasteini, sem er á tveimur hæðum, eru 4 svefnherbergi (þrjú tveggja manna og eitt eins manns herbergi), 2 salerni, sturta og lítill elhúsaðstaða.
Öll herbergin eru með uppábúnum rúmum.
Gasgrill með gasi fylgir húsinu. Ef leigandi notar grillið sér hann sjálfur um þrif á grillinu. Ef leigandi notar leirtau sem fylgir húsinu ber honum að skila því hreinu fyrir brottför. Annars sjáum við um öll önnur þrif á húsinu og er það innifalið í verðinu.
Tveggja manna herbergi

