Janine Hinrichs

(Þýskaland)

Fishing Machine 1
Fishing Machine 2

Innsetningin Fishing Machine vísar glettnislega til sögu Síldarverksmiðjunnar í Djúpavík og hversdagslífs sjómanna og fiskverkunarfólks. Hangandi textílmunirnir tveir eru fóðraðir með skærgulum og appelsínum olíudúk, efni sem notað var til sjós hér áður fyrr sem vörn gegn slæmu veðri og erfiðum skilyrðum. Áhorfendum er boðið að fara inn í munina með því að stinga höfðinu inn í strúkturinn, en þar munu þeir finna málverk á hreyfingu. Málverkin líkjast munstri og sýna síldartorfu, yfirborð vatns og máva á flugi. Á hreyfingu mynda sterkir litir og skarpar línur náttúrulega myndefnisins draumkennt andrúmsloft – boð til þess að tengjast fortíð staðarins andlega og líkamlega.

Janine Hinrichs er myndlistamaður sem býr í Hamburg í Þýskalandi. Janine hefur bakgrunn í myndskreytingu og raðbundinni list, en hefur nýverið lagt áherslu á frjálsa málun. Verk hennar einkennast af sterkum litum og afgerandi grafískum takti. Hún notast gjarnan við blöndu af akrýlmálningu og kröftugum teikningum með kolum til þess að draga upp mynd af fjallasýn og klettamyndunum. Einstök náttúra Íslands hefur spilað lykilhlutverk í list hennar. Göngur upp á hálendi og á Vestfjörðum hafa hjálpað henni að fanga líflegan karakter íslensks landslags. Portrett, þá sérstaklega sjálfsportrett, eru henni einnig mikilvæg, og hún nýtir sér portrettmálun reglulega til þess að kanna hugarástand og andrúmsloft.

instagram.com/janine_hinrichs


Zoé Dubus

(Frakkland)

We will even devour the sun

Innsetningin We will even devour the sun blandar saman málun og skúlptúragerð. Verkið flýtur í gamla lýsistanknum við síldarverksmiðjuna og leggur áherslu á dæmisögur úr íslenskri þjóðtrú. Innsetningin fjallar um ýmsar söguhetjur úr kvæðinu Hrafnagaldur Óðins, sem segir frá síðustu dögum fyrir ragnarök. Verkið hvetur mann til þess að sökkva sér í heim forfeðranna og rannsaka samtímaþemu um mannlega hegðun: yfirráð og eyðileggingu, aðvaranir og skeytingarleysi. Verkið er eitt lokaskeið ljóss fyrir heimsendi, augnablikshik á milli himins og hafs.


Zoé Dubus fæddist í París árið 1986 og starfar nú bæði í París og Ríó de Janeiro. Hún lærði við sjónlistaskólann ENSAV la Cambre í Brussel og þróaði þar listform sem blandar saman teikningu, skúlptúragerð og málun. Hún flutti til Rio de Janeiro árið 2011 til þess að taka þátt í Programa Aprofondamento við EAV Parque Lage-skóla.

Á sex árum í Brasilíu bætti Dubus þekkingu um brasilíska karnival-menningu og stéttaskiptingu samfélagins við sinn þegar líflega og félagslega heim. Verk hennar hafa verið sýnd á fjölda listasýninga um Evrópu og í Brasilíu. Árið 2017 stóð Artur Fidalgo galleríið fyrir hennar fyrstu einkasýningu. Við heimkomu til Frakklands árið 2019 þjálfaði hún gjörningahæfileika sína með því að búa til myndræna uppstillingu, eða tableaux vivants, fyrir gjörningahátíðina Vostock Performance Festival in Paris.

instagram.com/zoedubus


Helen Cova 

(Venezuela)

Bare hands 

Bare hands er smásaga sem tengir saman Balann í Þingeyri og Síldarverksmiðjuna í Djúpavík. Hún er skrifuð í einstökum stíl höfundarins og miðar að því að lýsa upplifun hennar á báðum stöðum í gegnum drungalega og töfrum slungna frásögn.

Helen Cova er rithöfundur og framkvæmdastjóri bókaútgáfunnar Ós Pressunnar. Fyrsta barnabók hennar, Snúlla finnst gott að vera einn, kom út á íslensku, ensku og spænsku árið 2019. Önnur bók hennar, Sjálfsát – Að éta sjálfan sig, smásögusafn fyrir fullorðna, kom út á íslensku og ensku árið 2020. Verk hennar hafa einnig verið gefin út í Tímarit og í fjöltyngda bókmenntaritinu Ós, og hafa að auki verið gefin út sem hluti af verkefninu Inclusive Public Spaces, á vegum Borgarbókasafns. Helen vinnur nú að þriðju bók sinni.

Bare hands er til sýnis á báðum stöðum, The Factory í Djúpuvík og Balanum á Þingeyri.

helencova.com


Martin Cox

(Bandaríkin)

Velocity of decline

Ljósmyndir teknar í nálægum fjörðum eru sýndar í Síldarverksmiðjunni. Þær eru óvarðar fyrir náttúruöflunum og komast í snertingu við vegginn. Raki og efnahvörf gætu haft áhrif á myndirnar á meðan sýningin stendur yfir. Listamaðurinn hefur áhuga á einskonar niðurbroti, þar sem umhverfi verksmiðjunnar breytir myndunum á óafturkvæman hátt. Með tímanum mun byggingin ef til gleypa myndirnar á ófyrirsjáanlega vegu. Verkið kannar óstöðvandi stefnu tímans og notar til þess ástand byggingarinnar sem myndlíkingu fyrir veðrun, jöklun og eldvirkni sem hafa skilið eftir verksummerki á landslaginu. Listamaðurinn vonast til þess að áhorfendur uppgötvi verkin á ferð sinni um rýmið, líkt og maður uppgötvar sprungu í veggnum.

Martin Cox er fæddur á Bretlandi. Hann tileinkaði sér ljósmyndun við nám í listaskóla en þrá eftir því að kanna sérstakt landslag varð til þess að hann flutti til Kaliforníu, þar sem hann lærði prentsmíðameistarann og kom sér á framfæri sem listrænn  ljósmyndari. Martin vinnur að langtímaverkefnum og heimsækir oft sömu staðina ítrekað yfir nokkurra ára tímabil. Verk hans hafa verið sýnd í galleríum, listarýmum og á söfnum í San Francisco, Los

Angeles, London og á Íslandi. Árið 2018 stofnaði hann listamiðstöðina GilsfjordurArts á Vestfjörðum. Hann býr í Los Angeles.

martincox.com

instagram.com/martincoxphotos


Cymene Howe & Dominic Boyer 

(Bandaríkin)

Not Ok: A Little Movie About a Small Glacier at the End of the World

Jöklar hafa einkennt íslenskt landslag allt frá landnámsöld. Frá upphafi 20. aldar hafa jöklar Íslands, sem eru fleiri en 400 talsins, verið að bráðna jafnt og þétt, og tapa nú um 11 milljörðum tonna af ís á hverju ári. Vísindamenn áætla að allir jöklar Íslands verði horfnir innan 200 ára. Not Ok er saga Okjökuls, sem var einn af minnstu jöklum Íslands. Saga Okjökuls segir ekki frá mikilfenglegu hruni íss, heldur er þetta stutt mynd um lítinn jökul á lágu fjalli. Árið 2019 reistu kvikmyndargerðarmennirnir minnisvarða til að minnast Okjökuls – fyrsta minnisvarðann um jökul sem féll af völdum loftslagsbreytinga.

Cymene Howe er menningarmannfræðingur og fjölhátta listamaður. Verk hennar leggja áherslu á óöryggi í loftslagsmálum og sameiginleg viðbrögð við því. Í samvinnuverkefnum hennar hefur hún einnig verið meðhöfundur að The Wind House í Emmanuel galleríinu og leikstýrt Not Ok: A Little Movie About a Small Glacier at the End of the World. Þau Dominic Boyer hafa notast við mannfræðirannsóknir hennar á Íslandi til þess að reisa fyrsta minnisvarðann um jökul sem féll af völdum loftslagsbreytinga. Minnismerki var sett upp við öskju Oks, þar sem Okjökull var. 

Minnisvarðinn er áminning um heim sem er að bráðna og okkar sameiginlegu skyldu til alls lífs sem við deilum umhverfi okkar með.

Dominic Boyer er rithöfundur, framleiðandi og mannfræðingur. Rannsóknir hans og skapandi störf leggja áherslu á loftslagsbreytingar og orkumál, og hann hefur upp á síðkastið beint sjónum að Isthmus af Tehuantepec í Mexíkó, Íslandi og Houston. Hann hefur áhuga á að skoða hvað það er í tilfinningalífi okkar, sem og innviðum samfélagsins, sem tjóðrar okkur við núverandi eyðileggingu umhverfisins, og það hvernig list og hönnun geta raskað stöðugri þörf olíumenningar. Í samvinnuverkefni sem hann vinnur nú að með egypska listamanninum Ganzeer sækjast þeir eftir búa til útópísk áform fyrir Houston eftir tíma olíuávanans.

notokmovie.com


Jana Jano & Claudia Grevsmühl

(Tékkland & Þýskaland)

Flöskuskeytið

Titill verksins er innblásinn af sögum um skipbrotsmenn sem reyndu að ná sambandi við umheiminn með því að senda flöskuskeyti. Fólk notaðist einnig við þessa aðferð til þess að reyna að komast í samband við mögulega elskhuga. En ef skeytin eru skoðuð frá öðru sjónarhorni þá eru flöskur sem við finnum á ströndum í dag að senda okkur skilaboð um umhverfið. Smáir hlutir geta haft víðtæk áhrif, og það sem við álítum verðmætt gæti reynst einskis virði. Safn glataðra efna sem fundust á strandlengjunni sýna að allt er tengt, líkt og net. 

„Allt það sem skolast upp á ströndina felur í sér einhvers konar skilaboð, hvort sem þau er bókstafleg eða í formi myndlíkingar.” Jana Jano

Jana Jano er tékkneskur listamaður sem býr í Reykjavík. Hún er meðlimur International Association of Art. Hún hefur sýnt á Tékklandi, í Austurríki og á Íslandi. Hún lærði leirgerð við Traditional Crafts School í Brno og hóf feril sinn sem leirgerðarmaður árið 2001 við það að skapa abstrakt, formlaus verk. Árið 2006 sýndi hún verk sín með málverkum. Nú til dags blandar hún saman ólíkum listasviðum, í samstarfi við aðra myndræna listamenn, dansara, rithöfunda eða tónlistamenn. Hún vinnur með þemu, og bregst við efni úr eigin lífi eða umhverfi. Sem myndrænn sögumaður einbeitir hún sér að því finna kjarna þess sem hún skynjar, og leyfir þannig nýjum sjónarmiðum að koma fram.  

jana-jano.com

Claudia Grevsmühl er þýskur listamaður. Hún lærði sviðslist í Vínarborg og hefur sýnti í Bandaríkjunum, Austurríki, Svíþjóð og á Íslandi. Hún er virkur þátttakandi í leiklistarsenunni sem leikkona, og hefur samið handrit að leikritum og satírískum gamanleikum um félags- og umhverfismál. Frá því að hún flutti til Íslands hefur hún helst gert tilraunir með náttúrulegar auðlindir og safnar hlutum sem hún notar til þess að búa til málverk, muni, myndir og innsetningar. Nýverið myndskreytti hún bók um sirkuslistir. Árið 2019 sýndi hún sem verkið Out of the Blue, sem gestalistamaður hjá listamiðstöðinni SÍM í Reykjavík, sem fjallaði um meðvitund okkar af þeim fótsporum sem við skiljum eftir okkur. Hún veitir umhverfi sínu eftirtekt og vefur því saman við verk sín. Umfjöllunarefnið er mikilvægara en miðillin sem hún kýs að notfæra sér.

instagram.com/claudie_181art


Jaime Ekkens 

(Bandaríkin)

Make your own northern lights

Make your own northern lights er gagnvirk innsetning. Þátttakendur geta beint vasaljósinu á símanum sínum niður á við til þess að láta regnboga endurspeglast upp í átt að loftinu, og líkja þannig eftir norðurljósunum.

Jaime Ekkens hefur unnið með einhverjum  af stærstu nöfnum sjónvarps og fjölmiðla í New York, þar á meðal Hearst, CBS News, Nickelodeon, ABC News og NBC Sports. Eftir að hafa útskrifast með BFA-gráðu frá Kendall College of Art and Design árið 2007, flutti hún til New York-borgar og útskrifaðist síðan með MFA-gráðu í tölvulist frá The School of Visual Arts. Eftir rúm 10 ár flutti hún til Kína til þess að leggja rækt við listaferil sinn. Hún hefur tekið þátt í listasmiðjum á Íslandi, í Peking, Shanghai og Chengdu. Hún er nú í fullu starfi við kvikmyndagerð, teiknimyndagerð og kennslu, en hún kennir stafræna myndlist við American Lee Academy International School í Shanghai.

jaimeekkens.com


Ragnheiður Harpa Leifsdóttir 

(Ísland)

Ljósið elti mig uppi og vék tímanum burt

Silkið er fíngert og framandi. Það minnir á birtuna sem sveiflast til eftir árstíðum, hverfulleika og loft, á silkiorminn sem skapar þráðinn. 

Verkið var fyrst sýnt á samsýningu í Hafnarborg haustið 2018. Umfjöllunarefni sýningarinnar var veður og bar heitið Allra veðra von. Listamaðurinn þróaði verkið áfram fyrir sýninguna í The Factory og bjó til annan silkiskúlptur. Til verður samtal á milli efna, lita og hreyfingar. Þeir birtast eins og stöðugir straumar sem hafa áhrif hvorn á annan. 

„Hvað er hversdagslegra en veður? Hvað er stöðugra en veður? Við sitjum alltaf uppi með veðrið, rétt eins og við sitjum uppi með okkur sjálf. Við og veðrið, þetta er stærsta ástarsaga heimsins og hún teygir sig langt aftur í veraldarsögunni.“ – Ragnheiður Harpa Leifsdóttir

Ragnheiður Harpa Leifsdóttir er rithöfundur og listamaður. Fjölfaglegt starf hennar snertir á sviðum sviðslistar, myndrænnar listar og ritlistar. Ljóðabók hennar Sítrónur og náttmyrkur kom út árið 2019 og hefur hlotið mikið lof. Hún er meðhöfundur að þremur ljóðasöfnum eftir Svikaskáld og hefur komist á stuttlista íslensku sviðslistaverðlaunanna Grímunnar fyrir verkið Söngur kranans. Verk hennar leitast við að umbreyta því hvernig við sjáum hlutina, hvort sem um er að ræða rými, muni eða ljóð. Hún vinnur með ýmsa miðla og leyfir efninu eða hugmyndinni að vera í fararbroddi. Verk hennar hafa verið gefin út á Tyrklandi og hafa verið sett á svið í Reykjavík og á fjölda hátíða um alla Evrópu. Ragnheiður er með gráður í ritlist og í sviðshöfundanámi.

ragnheidurharpa.com


Jasa Baka

(Kanada)

Verur úr Hulduheimum
Flóðgáttir ljóss og skugga

Verkið notast við innblástur úr íslenskum þjóðsögum og náttúruöflunum til þess að lýsa vættum nýrrar goðafræði – þær eru fengnar úr hugarheimum, settar á síðuna og mótaðar í leir. Hver skúlptúr fyrir sig hefur anda, yfirnáttúrulega veru, sem veitir samferðamanni sínum huggun í ferli endurfæðingar, og inniheldur frásögn af eigin leyndardómum. Þeir framkalla öfluga hringiðu sín á milli, öflug form. Gestum er boðið að sitja við skúlptúrana til þess að beina athygli að ásetningi sínum, óska sér og láta spá fyrir sér.

Jasa Baka (b. 1981) is a multidisciplinary artist and Canadian West Icelander who has lived in Reykjavík since 2017. She is currently pursuing an MA in Fine Art at LHÍ. In Tiohtiá:ke (a.k.a. Montréal) she obtained her BFA at Concordia University in Theater Design (2008). Her work has always held space for esoteric playfulness with otherworldly characters, natural magic, and portals to invented mythologies. She has exhibited and performed internationally, including in New York City, across Canada, and in Iceland and Athens, Greece. Director Catherine Legault made a feature-length documentary about the art, lives, and Icelandic ancestry of Jasa and her sister Týr Jami called “Sisters: Dream and Variations” which has played in film festivals around the world.

Jasa Baka (f. 1981) er fjölfaglegur listamaður og kanadískur Vestur-Íslendingur sem hefur búið í Reykjavík frá árinu 2017. Hún vinnur nú að MA-gráðu í myndlist við Listaháskóla Íslands. Hún útskrifaðist með BFA-gráðu í leikmyndahönnun frá Concordia University í Tiohtiá:ke (Montréal) árið 2008. Verk hennar hafa alltaf haft rúm fyrir glettna dulspeki með yfirnáttúrulegum karakterum, náttútöfrum og gáttum yfir í heima uppskáldaðra goðsagna. Hún hefur sýnt um allan heim, þar á meðal í New York-borg, vítt og breitt um Kanada, á Íslandi og í Aþenu á Grikklandi. Leikstjórinn Catherine Legault gerði kvikmynd í fullri lengd um list, líf og íslenskt ætterni Jasa og systur hennar, Týr Jami sem ber nafnið „Sisters: Dream and Variations“ og hefur verið sýnd á kvikmyndahátíðum um allan heim.

instagram.com/jasa_baka_everlasting


Sébastien Nouat

(Frakkland)

Morning wander

Morning Wander varð til á vetrarmorgni, þegar sólin skein á morgunhrímið í Elliðaárdal í Reykjavík.

Verkið inniheldur lágan gný íslenskra vetrarnátta, fersk hljóð vatns og glettna golu sem er sjaldan langt undan.

Sébastien Nouat hefur verið á Íslandi í fjögur ár, en óendanleg og hrá orka náttúrunnar hér á landi beindi hljóðrannsóknum hans inn á brautir ambient hljóðverka.

Óvenjulegar aðferðir kalla fram óvenjuleg hljóð. Það hefur verið markmið Sébastien að uppgötva þau hljóð og móta, einna helst með verkefninu Wazy Lizard.

sebastiennouat.com

instagram.com/wazy_lizard


Lilý Erla Adamsdóttir

(Ísland)

Kristalsfræ

Kristalsfræ er sería verka sem tákna mýkt, hlýju, fegurð, vöxt og von. Andlegt vor um miðjan vetur. Titill seríunnar er tilvitnun í ljóðlínu úr ljóðinu Ljómi í fyrstu ljóðabók Lilýjar ‘Kvöldsólarhana’: Ljóminn blikar fræjum frá. Sem ég sá. Sá. Sá. Sáði þá. Kristalsfræjum. Búin, plægjum. Rúin, hægjum.

Lilý Erla Adamsdóttir vinnur á mörkum myndlistar, hönnunar og listhandverks. Yfirborð eru henni hugleikin, hvort sem um ræðir yfirborð náttúrunnar eða mennskunnar. Í verkum sínum skoðar hún handgerða endurtekningu. Hvernig hið einstaka kallast á við fjöldann um leið og fjöldinn skapar einstakan samhljóm. Á ljóðrænan hátt kallast innra landslag á við það ytra. Vinnuferli Lilýjar einkennist af stöðugu samtali við efnið, þar sem eitt leiðir af öðru. Lilý Erla Adamsdóttir (f. 1985) lauk BA gráðu í myndlist frá LHÍ 2011 og MA gráðu í listrænum textíl frá Textilhögskolan í Borås í Svíþjóð 2017. Hún býr og starfar við myndlist í Reykjavík.

lilyerla.com

instagram.com/lilyerla


PastLab Remote Location Students

Led by Erika Lindsay, Assistant Professor School of Architecture and Community Development at University of Detroit Mercy

(Kanada og Bandaríkin)

Í þessu verkefni hafa fornleifafræðinemar frá University of Detroit Mercy rannsakað það hvernig leifar af horfnum iðnaði getur öðlast nýtt líf fyrir tilstilli vinnu nærsamfélags að því að skapa nýja starfsemi sem tekur á sama tíma mið af staðsetningu og arfleið. Líkt og Detroit-borg, þar sem samfélagið er í áframhaldandi vinnu við að skapa sér nýja ímynd þrátt fyrir efnahagslega erfiðleika og kynþáttamisrétti, hafa fleiri byggðir sem eiga undir högg að sækja einnig náð að viðhalda tengslum við sögu sína og menningu. Nemendur hafa eytt önninni í rannsóknir á gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpavík úr 4500 km fjarlægð, og hafa til þess útbúið módel af byggingunni í teikniforritinu CAD. Þau hafa varpað fram fjölda hugmynda um ný afnot af rýminu, og hefur meðal annars verið stungið upp á því að stofna þar rannsóknasetur, reisa minnisvarða eða opna listamiðstöð—hver og ein þessara hugmynda er einstök túlkun á framtíð Vestfjarða.


Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Jean Larson and Ásthildur B. Jónsdóttir

(Ísland og Bandaríkin)

Listasýning í Balanum Art Space – Brekkugata 8, 470 Þingeyri

Staðarandi

Listamennirnir Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Jean Larson og Ásthildur B. Jónsdóttir nálgast Balann út frá fyrri kynnum sínum af húsinu. Þær beina sjónum sínum að ríkjandi karakter hússins, og vísa til þess í sögur sem þær hafa heyrt um húsið og íbúa þess, Þingeyri frá fyrri tíð og tengsl hússins við náttúruna – bæði haf og land.

Latneska hugtakið “genius loci” á rætur að rekja til rómverskrar goðafræði. Fornar bókmenntir geta frætt okkur um það hvaða fyrirbæri bera með sér eðlislæga snilligáfu, sem hægt er að þýða sem “verndara“. Þessi andi veitir mönnum og stöðum ákveðið vald, sinnir þeim frá vöggu til grafar og ákvarðar eðli þeirra eða kjarna. 

Þessi innsetning er niðurlag rannsóknar listamannanna á hinu yfirnáttúrulega í eðli hússins Balans og umhverfi þess.

Guðbjörg Lind Jónsdóttir

Listamaðurinn Guðbjörg Lind Jónsdóttir hefur lengi látið sig vatnið varða: Fyrst voru það fossar og seinna hafið með sínum eyjum og bátum, og fjallshlíðarnar brattar í sjó fram. 

Þessi þráhyggja um hafið felur í sér óttablandina lotningu fyrir óstöðugleika þess og gagnsæi. Verk hennar segja söguna af ferðalagi út í heiminn, þar sem hægt að er að finna hið göfuga í einfaldleikanum sjálfum. Listaverk hennar má finna bæði á söfnum og á hinum ýmsu stofnunum, bæði opinberum og í einkaeign.

Jean Larson

Jean Larson er fædd í norðanverðu Michigan-ríki. Hún vann í litlu stúdíói við strönd Lake Michigan  til ársins 1984, en flutti þá til Boston. Innan fimm ára höfðu verk Jean vakið mikla athygli, bæði heima og erlendis, og málverk hennar má nú finna í þó nokkrum einkasöfnum út um allan heim. Verk hennar er einnig að finna í galleríum víða um Bandaríkin. Árið 1992 settist Jean að í litlu þorpi á Suður-Frakklandi, þar sem náttúra og umhverfi veittu henni innblástur fyrir list sína. Árið 2010 eyddi hún tíma á Íslandi, þar sem hún byrjaði að nýta sér ljósmyndun til þess að dýpka tjáningu sína á þeim stöðum þar sem náttúrulegi heimurinn og mennirnir tengjast saman og rekast á. Hún gerir nú ráð fyrir því að deila tíma sínum á milli Íslands, Frakklands og norðanverðs Michigan-ríkis.

Ásthildur B. Jónsdóttir

Ásthildur Jónsdóttir er listamaður, sýningarstjóri og sjálfstætt starfandi fræðimaður sem býr í Geneva í Sviss. Hún hefur rannsakað listrænt framtak með áherslu á sjálfbærni, sem og þátttökumiðaða list þar sem gætt er að jafnvægi vellíðanar og heilinda náttúrunnar. Hún hefur árum saman lagt áherslu á vistfræðileg málefni. Verk hennar fjallar um staði/umhverfi, minningar, endurminningar og samsemd í gegnum höfundardeili og samvinnu. Það rýnir einnig í einstaklingseðlið, og kannar í því samhengi bæði hið einstaka og hið almenna. Á síðustu árum hefur þátttaka spilað lykilhlutverk í verkum hennar. Hún vinnur gjarnan með innsetningar í samtímasamhengi og með röddum þátttakenda frá völdum stað.