Skipulagðar gönguferðir
Kambur

Við bjóðum þeim sem vilja fá Strandirnar beint í æð , skipulagðar göngurferðir með leiðsögumanni í kringum hið magnaða fjall Kambur. Kambur er sérstakt og áberandi fjall á nesinu milli Reykjarfjarðar og Veiðileysufjarðar. Upp úr Kambinum rísa þverhníptir tindar, sem álengdar minna á tröllagreiðu.

Vegalengd u.þ.b. 13-14 km.  Tími: 6-7 klst.

Verð: 14.500 kr. á mann (innifalið er leiðsögn með sögur um svæðið, snarl, akstur frá Djúpavík að upphafspunkti)

Ath: tekið er á móti skráningum með minnst 2 daga fyrirvara. (lágmarksfjöldi 3 manns eða þrefald gjald) Skráning og upplýsingar í s:451-4037 eða sendið tölvupóst á djupavik@djupavik.is

Djúpavíkurhringur

Við bjóðum þeim sem vilja sá Djúpavík í allri sinni dýrð og heyra sögur frá upphafi byggðar hér á svæðinu í stórskemmtilega göngu sem kallast „Djúpavíkurhringurinn“. Lagt er af stað frá Hótelinu sjálfu í för með leiðsögumanni.

Vegalengd u.þ.b. 5 km. Tími: 2-3 klst

Verð: 6.500 kr. á mann (innifalið er leiðsögn með sögur um svæðið, snarl)

Ath: tekið er á móti skráningum með minnst 1 daga fyrirvara. (lágmarksfjöldi 3 manns eða þrefald gjald) )Skráning og upplýsingar í s:451-4037 eða sendið tölvupóst á djupavik@djupavik.is